Björgum heiminum

Til hvers að bjarga heiminum? Til að geta riðið berbakt úti í náttúrunni. Til að geta talað við fuglana og blómin. Til að geta horft upp í bláan himininn og teiknað í skýin. Til að geta drukkið tært lindarvatnið sem kemur úr hlíðinni. Til að heyra vindinn leika sér í stráum. Til að geta verið óhult barn, alla ævina. Til að vera frjáls manneskja.