DAGMAR AGNARSDOTTIR

Dagmar Agnarsdóttir er fædd og uppalin í Reykjavík en hefur undanfarin tæpan áratug búið í ýmsum löndum þriðja heimsins. Hún fór að fást við myndlist fyrir alvöru eftir að hún fluttist með eiginmanni sínum og dóttur til Kuala Lumpur í Malasíu. Ári síðar fluttust þau til Bangkok í Thailandi þar sem Dagmar stundaði nám með bandaríska myndlistarmanninum William Marazzi og fleirum. Síðan fluttust þau til Jakarta í Indónesíu, þar sem Dagmar stundaði nám við Listaháskólann í Jakarta (Jakarta Institute of Fine Arts) ásamt því að nema og vinna með indónesíska málaranum og myndhöggvaranum Teguh Ostenrik.

 
 

MEIRA UM DAGMAR

Dagmar Agnarsdóttir er fædd og uppalin í Reykjavík en hefur undanfarin tæpan áratug búið í ýmsum löndum þriðja heimsins. Hún fór að fást við myndlist fyrir alvöru eftir að hún fluttist með eiginmanni sínum og dóttur til Kuala Lumpur í Malasíu. Ári síðar fluttust þau til Bangkok í Thailandi þar sem Dagmar stundaði nám með bandaríska myndlistarmanninum William Marazzi og fleirum. Síðan fluttust þau til Jakarta í Indónesíu, þar sem Dagmar stundaði nám við Listaháskólann í Jakarta (Jakarta Institute of Fine Arts) ásamt því að nema og vinna með indónesíska málaranum og myndhöggvaranum Teguh Ostenrik.

Í ársbyrjun 2006 fluttust Dagmar og maður hennar til Nairobi í Kenya, þar sem hún hélt áfram að mála og sækja sér innblástur í umhverfið og nýja menningarheima, jafnframt því að leiðbeina upprennandi listamönnum í the Nairobi Arts Centre. Árið 2008 snéri Dagmar aftur til síns heimalands ásamt manninum sínum, og hefur haldið áfram að knýja fram list að heimili sínu í Kópavogi.

Dagmar hefur þróað sérstakan stíl sem vakið hefur athygli þar sem hún hefur unnið og sýnt verk sín. Stundum blandar hún hrjóstrugri íslenskri náttúru saman við menningaráhrif frá Asíu og Afríku – einkum í konumyndum sínum þar sem ólíkir menningarheimar renna saman og mynda ómótstæðilega og töfrandi heild.

“Ég mála mest með olíu á striga eða hör,” segir Dagmar. “Myndirnar eru af því sem ég sé fyrir mér og upplifi. Þegar ég fæ góða hugmynd að mynd geri ég venjulega pappírsskissu áður en ég fer að nota liti; stundum verður útkoman sú sem ég ætlaði mér í upphafi, stundum verður niðurstaðan allt önnur! Þegar ég kom fyrst til Asíu varð ég hugfangin af fegurð fólksins þar, ekki síst stórum og fullum vörum malaískra kvenna. Það sama hefur verið að gerast eftir að ég kom til Afríku – fólkið hér er svo ótrúlega fallegt að ég stend mig stundum að því að stara alveg hugfangin. Þetta er sennilega ástæðan fyrir því að ég mála frekar konur en karla – en ég held ég þurfi að fjölga körlunum eitthvað, við getum ekki verið án þeirra!

Konurnar með löngu hálsana eiga sér líklega rót í fyrstu heimsókn okkar til Bangkok fyrir áratug síðan. Við vorum á gangi meðfram Chao Praya-ánni sem rennur í gegnum borgina og rákumst þá á gamlan og hruman mann sem sagðist vera stjörnuspekingur frá Búrma. Þegar við létum hann lesa í kortin sín fyrir okkur – meira af gamni en alvöru – sagðist hann sjá að maðurinn minn myndi fá sér “konu númer tvö” á næstu árum og að hún myndi vera með stuttan og sveran háls. Það gerðist að vísu ekki – en kannski er þessi spádómur enn að veltast einhvers staðar í undirmeðvitundinni!”

 

Contact

dagmar (a) dagmar.is

Follow

  • Facebook

+354-845-9001

©2017 BY DAGMAR AGNARSDOTTIR.